þriðjudagur, ágúst 21, 2007



 

Ótímabærar hugleiðingar..

Tími fyrir eitthvað nýtt.

Mér finnst jólin hafa verið í gær. Fyrir mig voru þau ekki þau bestu (engin rjúpa fyrir mig!) en áramótin bættu það algerlega upp. Mig langar að við verðum öll saman aftur (og núna kannski fleiri??) þessi áramót.

Any thoughts?

Kv. Hófí

mánudagur, júlí 23, 2007



 

Langey um verslunarmannahelgi

Það er sumsé planið að skreppa í Langey um verslunarmannahelgina ef veður leyfir. Mér datt í hug að athuga hverjir hafa áhuga á að koma. Því fleiri því betra :D Skráning fyrir neðan!!! :D

Hófí
Eggert Þ (sennilega)
Bergrún
Árni
(Sæunn kemur ekki)

sunnudagur, júlí 15, 2007



 

Hlutverk

Sæl verið þið.

Ég sé að þetta blogg hefur ekki verið uppfært í nýja "Google-módið", enda mundi það eyða öllum stillingunum sem við höfum gert sjálf (íslensku þýðingunum o.s.frv) og þetta langeyringur hjá gmail.com v.s. fremri-langey hjá yahoo.com er skrýtið, en fremri_langey virkar þó. Þið getið náttúrulega bætt ykkur sjálfum við eins og ég hef bætt mér við þetta blogg. En mjög gott framtak að koma þessu í gang þótt fólk hafi ekki verið effektívt mjög.

Setti inn Google Analytics skriptu til að mónitora traffíkina. Þið getið fengið aðgang ef þið viljið.

Við erum að koma heim á föstudaginn 20. og verðum í c.a. 3 vikur. Ætlum að skíra á þessu tímabili og taka baðherbergin bæði í gegn, þar sem við höfum leigt út efri hæðina.



Þá ætlum við að fara í afmælið hennar Svanhvítar og halda upp á afmæli Einars Elísar (9.) og Svövu (14.)



Að auki langar mig að fara út í Langey svona tvær nætur eða svo, t.d. um verslunarmannahelgi ef veður gefst. Ég veit að Eggert og Kjartan langar að fara með restina af Ísaga-girðingunni sem liggur undir skemmdum í Stykkishólmi. Gaman að fá sem flesta með. Veit ekki hve stór hluti af fjölskyldunni minni (Köbenkubbunum) fer, kemur í ljós.



Þar sem ég hef ekki gert neitt af viti þetta sumar út í Langey þá reyndi ég að vera með ykkur svona í anda og í stuðningsskapi og nýtti mér perlu-æði (ekki Pearl Jam) dóttur minnar og gerði litla nokkuð góða mynd að mér finnst. Reyndar sýnist mér húsið vera nú alveg orðið hvítt eftir hinar miklu framkvæmdir sumarsins, þ.á.m. blikkkantarnir, en þetta er þá bara söguleg mynd. Ef þið skoðið þetta vel, náið þá eru náttúrulega gluggakarmarnir heldur þykkir og það vara krossbitann, Barnhólarnir er nokkuð réttir og Breiðhólminn líka en vogurinn er á hálfföllnu en Boðalseyjarnar á stórstraumi. Var að reyna að létta til myndina. Þá er Ytrafellsfjallið og það sem sést af Klofningsfjallinu heldur hátt... og þó. Ég þokkalega sáttur við Dagverðarnesið og Uppeyjarnar og reyndi að koma Einarsvogi þarna inn jafnvel þótt í raunveruleikanum sjáist hann alls ekki. Gat nú ekki sleppt snúrustaurnum fræga eða snúrunni og þrívídding er þokkaleg.

Kveðja, Snorri Pétur.

miðvikudagur, júní 27, 2007



 

Fínar myndir frá ykkur, gaman að geta séð hvað gerist þó maður sé ekki á staðnum. þið hafið alldeilis verið dugleg, húsin orðin svo fín.
En sé ég einhverja plöntu gægjast upp úr kerrunni ? komuð þið með eitthvað til að setja niður ?

kv,Stenna.

þriðjudagur, júní 26, 2007



 

Látum þetta nú ganga!

Ég vil endilega að við gerum aðra tilraun með þetta blogg. Það er alltaf eitthvað að frétta af einhverjum og fínt að hafa einhvern stað til að koma þessum fréttum á framfæri. Svo getur maður dundað sér við að pósta eitthvað og lesa í vinnunni, það eru svo margir sem eru að vinna við tölvuna nú orðið. Ég mæli með því að þið skellið síðunni í favorites svo hún gleymist ekki.

Svo erum við Þyrí búnar að búa til nýja myndasíðu sem á að vera hraðvirkari og betri en sú gamla og ég hvet alla til að setja myndir þar inn. Það er hlekkur á síðuna hér til vinstri og ég sendi öllum aðgangsorð og notendanafn í tölvupósti. Fyrir þá sem eru með þráðlaust net þá mæli ég samt með því að tengja tölvuna beint í ráder eða módem á meðan myndunum er hlaðið inn á síðuna, það helmingar alveg tímann sem þetta tekur. Það eru nú þegar komnar 140 skemmtilegar myndir úr Langey 2007 þar sem má m.a. sjá hvað allt er orðið fínt eftir mikla málningavinnu.

Með von um góðar undirtektir,

Kv. Hófí

sunnudagur, janúar 15, 2006



 

Ó svo langt síðan síðast...

Ég ætlaði að setja meilin hjá öllum hérna en fékk svo bakþanka þar sem ég var ekki viss um að allir mundu vilja meilin sín opinberuð á veraldarvefnum. Þú veist... gætuð átt brjálaðan aðdáanda sem má ekki komast í þær upplýsingar eða eitthvað...

Hófí

miðvikudagur, ágúst 10, 2005



 

Velkominn í heiminn!!!

Til hamingju með litla hnoðrann, Snorri og Svava og Jóhanna auðvitað. Get ekki beðið að fá að sjá hann :) Mér hefur verið sagt að hann sé með totu á munninum eins og pabbi sinn, ætli hann verði ekki bara eins og Jóhanna bara með dökkt hár. Spennandi að sjá. Endilega setjið inn myndir af litla prinsinum, ég og Árni bíðum spennt eftir að líta hann augum. Þið getið farið inn á http://www.selid.is/arni/Calpe/ og séð nokkrar myndir frá okkur á Calpe.
Kveðja Bergrún og Árni